Þurrkgrindur

  • Jafnari árangur

  • Skilvirkari vinnsla

  • Meira hreinlæti

  • Aukin sjálfvirkni

  • Betri ending

Almennt

Samleið ehf. hefur hannað og framleiðir grindur úr plasti, sem eru sterkar og endingargóðar, skila jafnari og betri árangri, og búa í haginn fyrir meira hreinlæti og sjálfvirkni í vinnslu á fiskafurðum, s.s. þurrkun, reykingu, lausfrystingu og vinnslu á saltfiski.

Grindurnar, sem komu fyrst á markað í ársbyrjun 2001, hafa gefið góða raun og eru nú þegar notaðar af nokkrum helstu fyrirtækjum í þurrkun á fiskafurðum á Íslandi og í Færeyjum

Stærðir

Grindurnar eru framleiddar í tveimur stærðum

91,2 x 91,2 cm og 80 x 80 cm. Þykkt hverrar grindar er 3 cm.

Þrjár tegundir eru af fótum undir grindurnar, þannig að bil á milli grinda getur verið 9,5 cm, 8,5 cm eða 5,5 cm.

Auðvelt er að skipta um fætur á grindunum eftir þörfum hverju sinni. Grindurnar eru grænar, en sérpantanir fást í öðrum litum.

Sérhannaðar

Grindurnar eru sérhannaðar inn í vinnslulínu Skagans hf., sem er m.a. með þvottavél og búnaði sem slær fiskafurðirnar af grindunum og staflar þeim aftur upp til notkunar.

Plastefnið í grindunum er ABS og fæturnir eru úr HDPE, en hvort tveggja uppfyllir staðla Hollustuverndar ríkisins og Matvælaeftirlits ESB.

Góð reynsla

Á meðal viðskiptavina Samleiðar ehf eru mörg af stærstu framleiðslufyrirtækjum landsins á sviði þurrkaðara fiskafurða.

Auk þess selur Samleið til fiskþurrkana í öðrum löndum. s.s. Færeyjum, Rússlandi, Noregi og Færeyjum.

“Við höfum notað þurrkgrindur frá Samleið frá árinu 2001 og þær hafa reynst okkur mjög vel”

Þrif

Grindurnar eru auðveldar í þrifum, meðfærilegar og í þeim er ekkert lokað rými, þar sem óhreinindi geta safnast fyrir.

“Grindurnar gefa jafnari þurrkun og eru bæði sterkar og auðveldar í þrifum.”

Strigapokar

image.jpg

 

Samleið hf. lætur framleiða og flytja inn strigapoka fyrir sjávarafurðir.

Ávallt er leitast við að eiga á lager strigapoka sem eru 115 x 70 cm (innanmál).

Ef kaupendur hafa aðrar óskir um stærðir er auðvelt að verða við því með sérpöntunum.

Fyrirtæki geta fengið vörumerki prentuð á pokana án þess að verðið hækki. Þá eru strigapokarnir sérframleiddir fyrir viðkomandi kaupendur og afgreiðslutími 2 til 3 mánuðir.

Samleið lætur einnig framleiða fyrir sig og flytur inn aðrar tegundir af pokum, s.s. mjöl- og saltsekki.

Auk þess tekur Samleið við pöntunum og gerir verðtilboð í aðrar tegundir af umbúðum fyrir matvæli.