Grindur fyrir þurrkverksmiðjur - SAMLEID II

Go to content

Main menu:

Grindur fyrir þurrkverksmiðjur•Jafnari árangur

•Skilvirkari vinnsla

•Meira hreinlæti

•Aukin sjálfvirkni

•Betri ending

Samleið ehf. hefur hannað og framleiðir grindur úr plasti, sem eru sterkar og endingargóðar, skila jafnari og betri árangri, og búa í haginn fyrir meira hreinlæti og sjálfvirkni í vinnslu á fiskafurðum, s.s. þurrkun, reykingu, lausfrystingu og vinnslu á saltfiski.

Grindurnar, sem komu fyrst á markað í ársbyrjun 2001, hafa gefið góða raun og eru nú þegar notaðar af nokkrum helstu fyrirtækjum í þurrkun á fiskafurðum á Íslandi og í Færeyjum.

Sérhannaðar inn í vinnslulínu

Grindurnar eru sérhannaðar inn í vinnslulínu Skagans hf., sem er m.a. með þvottavél og búnaði sem slær fiskafurðirnar af grindunum og staflar þeim aftur upp til notkunar.

Plastefnið í grindunum er ABS og fæturnir eru úr HDPE, en hvort tveggja uppfyllir staðla Hollustuverndar ríkisins og Matvælaeftirlits ESB. Grindurnar eru auðveldar í þrifum, meðfærilegar og í þeim er ekkert lokað rými, þar sem óhreinindi geta safnast fyrir.

Stærðir í grindum og fótum

Grindurnar eru framleiddar í tveimur stærðum, 91,2 x 91,2 cm og 80 x 80 cm. Þykkt hverrar grindar er 3 cm.

Þrjár tegundir eru af fótum undir grindurnar, þannig að bil á milli grinda getur verið 9,5 cm, 8,5 cm eða 5,5 cm. Auðvelt er að skipta um fætur á grindunum eftir þörfum hverju sinni. Grindurnar eru grænar, en sérpantanir fást í öðrum litum.

Góð reynsla fiskvinnslufyrirtækja

Á meðal viðskiptavina Samleiðar ehf eru mörg af stærstu framleiðslufyrirtækjum landsins á sviði þurrkaðara fiskafurða. Auk þess selur Samleið til fiskþurrkana í öðrum löndum. s.s. Færeyjum, Rússlandi, Noregi og Færeyjum.

“Við höfum notað þurrkgrindur frá Samleið frá árinu 2001,” segir viðskiptavinur. “ Grindurnar hafa reynst mjög vel. Þær gefa jafnari þurrkun og eru bæði sterkar og auðveldar í þrifum.”

Grindurnar hafa einnig verið notaðar fyrir framleiðslu á harðfiski og gefið góða raun. "Við hjá Hafdal ehf. höfum notað þurrkgrindurnar frá Samleið ehf. með góðum árangri við framleiðslu á harðfiski " segir annar viðskiptavinur. "Auðvelt er að þrífa grindurnar og raða fiskflökum á þær, fiskflökin brotna síður þar sem þau renna auðveldlega af grindunum eftir þurrkun. Eftir að við fórum að nota grindurnar sem eru mjög auðveldar í notkun hafa gæði framleiðslunnar aukist.


Hér eru ósamsettar grindur sýndar í stærðunum 80x80 cm og 91,2x91,2 cm. Fætur eru í þremur stærðum og bilið á milli grinda 9,5 cm, 8,5 cm eða 5,5 cm.Afskaplega einfalt og fljótlegt er að setja fæturna á grindurnar.


Fæturnir eru festir á grindurnar á einfaldan hátt.


Svona lítur stæðan út þegar grindunum hefur verið staflað upp.Unnið með grindurnar í Faroe Marin Product í Færeyjum.Grindum raðað inn í þurrkklefa með handlyftara.Hér má sjá sjálfvirka vinnslulínu sem slær fiskinn af og þvær grindurnar.Sjálfvirka vinnslulína staflar einnig upp grindunum.Fiski raðað á grindurnar hjá Laugafiski hf.


 
Back to content | Back to main menu